Sunday, June 29, 2008

Leti

Ok ég ver að viðurkenna að ég er örugglega latasta manneskja Íslands núna og seinustu daga, ja ásamt Alexöndru, þó að við séum búin að finna okkur margt að bralla með krökkunum seinustu daga þá erum við líka búnar að liggja heima í leti og horfa á Buffy the vampyer slayer, erum næstum því búnar að klára allveg upp í fjórðu seríu sem er verð ég að viðurkenna soldið sorglegt.

Akkurat núna nenni ég ekki að blogga og er ekki búin að nenna því seinasta mánuðinn en ég held að Dagmar sé alveg búin að fá nóg á að sjá alltaf Rick Asthley þegar hún kíkir á bloggið mitt, þannig að ég varð að skrifa eitthvað pínu svo hún verði ekki allveg brjáluð á mér og blogginu mínu:þ

Blogga svo vonandi soldið meira á næstunni en þanngað til

Sayonara

P.s. ég held að það sjáist ennþá pínu í Rick Asthey ;þ

Saturday, April 12, 2008

Wednesday, April 9, 2008

Sviti og púl

Eg hef ekki verið mjög dugleg að blogga en ég hef heldur ekki frá mjög miklu að segja...

Og þó jú ég get nú aðeins röflað yfir vinnunni mér finnst að ég ætti t.d. að fá að vera á vakstjóralaunum á þessum laugar- og sunnudögum sem ég tek aðra hverja helgi því ég var undir ágætisálagi seinustu helgi þar sem þar var enginn vaktstjóri yfir vaktinni svo eg og Allan sem er í eldhúsinu þurftum soldið að taka málin í okkar hendur og svo var ógeðslega mikið að gera, ekki mikið fólk en það kom ný manneskja um leið og maður var buin að afgreiða eina, og á sunnudeginum var ég og Maríanna einar í afgreiðslunni frá 11-1 og það var ógeðsleg hádegistörn þannig að við komumst ekki frá til að fá okkur að drekka eða neitt í næstum einn og hálfan klukkutíma og svo var margt annað sem þurfti að gera, þannig að eftir þessar vaktir kom ég sveitt og ógeðsleg heim;(

Svo byrjaði ég í boot camp í seinustu viku sem er ógeðslega erfitt en það er þess virði því manni líður geggjað vel eftir æfingarnar;)

Annars er ég bara heima að láta mér leiðast;/

Kv. Carrot

Monday, March 24, 2008

Long time no see

Nú er langur tími liðinn frá seinasta bloggi:/

Margt er nú búið að ske á síðastliðnum mánuði það merkilegasta er:

Ég er nú loksins hætt í fullri vinnu á Serranó en álagið þar var að drepa mig ÁN DJÓKS.

Og til að halda upp á það sá Dagmar og allir fyrir frábæru suprise partýi fyrir mig með sushi og öllu, geggt gaman og ég var ekkert smá ánægð.

Svo fór ég austur í páskafríinu því Ásbjörn littli bróðir minn var að fermast, þetta lið stækkar óðum enda eru strákarnir orðnir stærri en ég :o/

Svo átti ég 20 ára afmæli 18. mars, stelpan orðin stór ha, og ég eyddi dágóðum tíma með Pálma littla bróður sem er algjör dúlla.

Svo fékk ég margar góðar gjafir skartgripi, skartgripaskrín, pening, Death Note þætti í seríuna mína og lítinn L, þeir sem hafa séð þetta vita hvað ég er að tala um, svo fékk ég gulrót en við förum ekkert nánar út í það:oþ ég á samt en eftir að fá smá pakka frá noregi og auk þess fékk ég flugmiða út í heimsókn til mömmu og Svavars.

Svo lofa ég að vera duglegri að blogga en ég komst ekki inn á bloggið fyrr en nú með góðri hjálp frá Dagmar;o)

Kv. Carrot

P.s. hér eru nokkrar myndir frá Eskifirði

Pálmi krútt montinn í smóking.

Ég og Matthías í fermingarveislunni.


Og Ásbjörn fermingarbarnið sjálft (fyrir utan að hann er víst ekki barn lengur;oþ )

Saturday, February 9, 2008

Laugardagskvöld ;)

Jæja Dagmar hér er nýtt blogg!!!

Ég og félagar okkar (sem sagt þær yndislegu og tjúllað hot stelpur, Erla og Sól) sitjum hér og erum að horfa á Just Married (vorum að klára að horfa á Jhon Tuker must die) og Bjössi situr í tölvunni.

Og þú sefur eins og barn.

Sú hugmynd kom upp að fara í twister en það vantar víst Vífil og Þórdísi til að vinna alla leikina =P hehe

við fórum líka út í sjoppu a kaupa okkur kex og kók ...svo sáum við þessa helvíti flotta lögreglumenn og pínu flirt flirt af svölunum ;)

það er sem sagt tjúllað fjör hérna frammi (og þú sefur og missir af öllu) og við ættlum að fara út í sígó núna...yay :D

Annars er ekki mikið búið að gerast þessa vikuna, seinustu helgi var fjör þá var partý og Twister jey en vinnuhelgi hjá mér sem var erfið :( Næstu helgi er svo lúðrasveitamót (já ég er lúðrasveitanörd) og mig hlakkar svakalega til, japönskunámskeiðið gengur líka vel og mig langar rosalega í meira nám í þeim geira, erfitt val ha.

Kv. Carrot Sól og Erla ;)

P.s ég var loksins að kaupa myndavél svo í framtíðinni koma myndir ;)

Wednesday, January 30, 2008

Japönskunámskeið

Nú er ég búin að mæta í tvo japönsku tíma, jey, sem þýðir að nú er ég með ákveðin japönsk orð og setningar á heilanum eins og o onegai shimasu og doo itashimashite.

Já við skulum ekkert vera að fara nánar út í það.

Annars er maður bara að læra og vinna nema í dag og á morgun þá er frí í vinnunni og svo löng vinnuhelgi framundan pffffff. Verð þreytt bara við að skrifa um það.

Svo var erfiður vinnudagur í gær, byrjaði vel en svolítið mikið að gera, en um tvö leitið komu 8 stykki gelgjur hlæjandi og skríkjandi og settust við borðin fyrir framan afgreiðsluna hjá okkur, og þarna sátu þær í næstum tvo og hálfan tíma, sem þýddi eitt stykki vondur höfuðverkur.

Svo loksins þegar höfuðverkurin fór lagði bíll frá flugbjörgunarsveitinni fyrir utan hjá okkur og það voru blikkljós á allan tíma (svonaljós eins og á gröfum) og þá kom höfuðverkurinn aftur á harðarspretti. Ég var mjög glöð að losna fyrr úr vinnunni:/

Þannig er nú það kv. Carrot

P.s. ég og Erla sitjum og hörfum á Opruh á stöð 2 og það er verið að tala um Secret bókina og myndina...úffff.

Sunday, January 27, 2008

Ehhhhhhhhhhh

Hvað er að frétta hmmmm?

Ég er í fríi, jey, á laugardaginn fór ég á Japanska hátíð í háskólanum með Bjössa, Erlu, Sól, Þórgunni og Önnu geðveikt fjör, ég fékk nafnið mitt skrifað á japönsku og fékk að prufa sjálf að skrifa það. Það gekk bara nokkuð vel.


Svo smakkaði ég eitthavð mjólkur kíwí hlaup dót sem var nokkuð gott, svo sat ég og gerði origami og skoðaði japanska menningu.

Svo horfði ég á japanskar bardagalistir karate, ju jitsu, aikido og judo.

Svo á morgun er ég að fara að byrja á japönskunámskeiðum, ég get ekki beðið, að læra jaðpönsku er eitthvað sem mig hefur lengi langað.

Svo fórum ég og Deisy í bío á föstudaginn á Death at a funeral, hún var geggjað fyndin og ég var í hláturskasti eiginlega allan tíman;)
Og í bío hitti ég Svövu jey, hún var í bænum að versla búninga fyrir leikrit fyrir vestan.

...já þá er það komið...

kv. Carrot

p.s. Sims leikurinn virkar fínt núna;)